16. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 23. nóvember 2020 kl. 15:00


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 15:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 15:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 15:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 15:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 15:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 15:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 15:00
Sunna Rós Víðisdóttir (SRV), kl. 15:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 15:00

Halla Signý Kristjánsdóttir vék af fundi kl. 17:03.

Njáll Trausti Friðbertsson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:00


2) Samkeppnisstaða innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB: Samfélagsleg og efnahagsleg áhrif á Íslandi vegna útflutnings á óunnum fiski í gámum Kl. 15:00
Kl. 15:00 Á fund nefndarinnar mættu Ögmundur Knútsson og Þorsteinn Hilmarsson frá Fiskistofu og Auður Ólína Svavarsdóttir og Magnús Kári Bergmann frá Hagstofu Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 15:40 Á fund nefndarinnar mættu Arnar Atlason frá Samtökum fiskframleiðenda og útflytjenda, Örn Pálsson frá Landssambandi smábátaeigenda og Aron Baldursson, Ragnar H. Kristjánsson og Eyjólfur Þór Guðlaugsson frá Reiknistofu fiskmarkaða. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 16:35 Á fund nefndarinnar mættu Róbert Farestveit frá Alþýðusambandi Íslands, Flosi Eiríksson frá Starfsgreinasambandi Íslands og Valmundur Valmundsson frá Sjómannasambandi Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 17:03 Á fund nefndarinnar mættu Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Friðrik Gunnarsson og Heiðmar Guðmundsson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 17:53
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:58