32. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 14. janúar 2021 kl. 09:00


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00

Ásmundur Friðriksson boðaði forföll.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) 322. mál - opinber stuðningur við nýsköpun Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigríði Mogensen og Björg Ástu Þórðardóttur frá Samtökum atvinnulífsins og Samtökum iðnaðarins og Þórönnu K. Jónsdóttur frá SVÞ -Samtök verslunar og þjónustu.

Samhliða var fjallað um 3. dagskrárlið, frumvarp til laga um Tækniþróunarsjóð.

3) 321. mál - Tækniþróunarsjóður Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigríði Mogensen og Björg Ástu Þórðardóttur frá Samtökum atvinnulífsins og Samtökum iðnaðarins og Þórönnu K. Jónsdóttur frá SVÞ -Samtök verslunar og þjónustu.

Samhliða var fjallað um 2. dagskrárlið, frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun.

4) Önnur mál Kl. 09:58
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:59