41. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn föstudaginn 12. febrúar 2021 kl. 13:00


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 13:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 13:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 14:26
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 13:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 13:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 13:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 13:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 13:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 13:00

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Helgi Hrafn Gunnarsson vék af fundi kl. 13:24 og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir kl. 14:26.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Dagskrárlið frestað.

2) Skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands um fæðuöryggi Kl. 13:00
Á fund nefndarinnar mættu Erla Sturludóttir, Jóhannes Sveinbjörnsson og Þóroddur Sveinsson frá Landbúnaðarháskóla Íslands og Ása Þórhildur Þórðardóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Gestir kynntu skýrslu Landbúnaðarháskóla Íslands um fæðuöryggi og svöruðu í kjölfarið spurningum nefndarmanna.

3) 375. mál - jarðalög Kl. 14:26
Á fund nefndarinnar mættu Arnór Snæbjörnsson og Salvör Jónsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 228. mál - birting upplýsinga um opinbera styrki og aðrar greiðslur í landbúnaði Kl. 15:11
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

5) Önnur mál Kl. 15:11
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:11