44. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 22. febrúar 2021 kl. 15:00


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 15:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 15:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 15:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 15:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 16:08
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 15:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 15:00

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:00
Fundargerðir 31. og 32. fundar nefndarinnar voru samþykktar.

2) 418. mál - stjórn fiskveiða Kl. 19:57
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurður Árnason frá Byggðastofnun og Bryndísi Gunnlaugsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Þá fékk nefndin á sinn fund Valgeir Ægi Ingólfsson frá Fjarðabyggð, Jón Pál Hreinsson frá Bolungarvíkurkaupstað, Jakob Björgvin Jakobsson frá Stykkishólmsbæ og Rebekku Hilmarsdóttur frá Vesturbyggð.

Samhliða var fjallað um 3. dagskrárlið, frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja).

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 419. mál - veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða Kl. 15:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurður Árnason frá Byggðastofnun og Bryndísi Gunnlaugsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Þá fékk nefndin á sinn fund Valgeir Ægi Ingólfsson frá Fjarðabyggð, Jón Pál Hreinsson frá Bolungarvíkurkaupstað, Jakob Björgvin Jakobsson frá Stykkishólmsbæ og Rebekku Hilmarsdóttur frá Vesturbyggð.

Samhliða var fjallað um 2. dagskrárlið, frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.).

4) 140. mál - matvæli Kl. 16:38
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti og fresta ákvörðun um framsögumann.

5) Önnur mál Kl. 16:38
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:42