51. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 11. mars 2021 kl. 09:30


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:30
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 09:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:30
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:30
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:30
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:30

Sigurður Páll Jónsson boðaði forföll.

Njáll Trausti Friðbertsson vék af fundi kl. 10:00, Helgi Hrafn Gunnarsson kl. 10:07 og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir kl. 11:00.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Dagskrárlið frestað.

2) 549. mál - fiskeldi, matvæli og landbúnaður Kl. 09:30
Nefndin fékk á sinn fund Ásu Þórhildi Þórðardóttur , Elísabetu Önnu Jónsdóttur og Ástu Einarsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Áhrif Covid-19 á atvinnulífið Kl. 10:00
Nefndin fékk á sinn fund Guðrúnu Vöku Steingrímsdóttur, Vigdísi Häsler og Kára Gautason frá Bændasamtökum Íslands og Gunnar Þorgeirsson og Katrínu Maríu Andrésdóttur frá Sambandi Garðyrkjubænda.

Einnig fékk nefndin á sinn fund Arnar Atlason frá Samtökum fiskframleiðenda og útflytjenda og Örn Pálsson frá Landssambandi smábátaeigenda.

Þá fékk nefndin á sinn fund Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur og Heiðmar Guðmundsson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 12:06
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:08