52. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 15. mars 2021 kl. 15:05


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 15:05
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 15:05
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 15:05
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 15:05
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 15:05
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 15:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 15:05
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 15:05
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 15:05

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:05
Dagskrárlið frestað.

2) 549. mál - fiskeldi, matvæli og landbúnaður Kl. 15:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Bjarna Jónasson frá Umhverfisstofnun, Ernu Karen Óskarsdóttur og Viktor S. Pálsson frá Matvælastofnun.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 321. mál - Tækniþróunarsjóður Kl. 15:20
Meiri hluti nefndar samþykkti að afgreiða málið til 2. umræðu, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Haraldur Benediktsson og Njáll Trausti Friðbertsson.

Undir álit og breytingartillögur meiri hluta nefndar skrifa Lilja Rafney Magnúsdóttir, Haraldur Benediktsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Njáll Trausti Friðbertsson, Ólafur Ísleifsson og Sigurður Páll Jónsson.

Nefndin hefur fjallað um málið samhliða 4. dagskrárlið, 322. máli frumvarpi til laga um opinbera stuðning við nýsköpun.

4) 322. mál - opinber stuðningur við nýsköpun Kl. 15:31
Meiri hluti nefndar samþykkti að afgreiða málið til 2. umræðu, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Haraldur Benediktsson og Njáll Trausti Friðbertsson.

Undir álit og breytingartillögur meiri hluta nefndar skrifa Lilja Rafney Magnúsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Haraldur Benediktsson og Njáll Trausti Friðbertsson.

Boðuð voru tvö álit minni hluta, annars vegar frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur og Helga Hrafni Gunnarssyni og hins vegar frá Ólafi Ísleifsson og Sigurði Páli Jónssyni.

Nefndin hefur fjallað um málið samhliða 3. dagskrárlið, 321. máli frumvarpi til laga um Tækniþróunarsjóð.

5) Önnur mál Kl. 15:50
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:00