55. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 25. mars 2021 kl. 10:00


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 10:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 10:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 10:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 10:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 10:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 10:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 10:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 10:00

Helgi Hrafn Gunnarsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Fundargerð 33. fundar var samþykkt.

2) 265. mál - fiskeldi Kl. 10:00
Meiri hluti nefndar samþykkti að afgreiða málið til 2. umræðu, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Ásmundur Friðriksson og Haraldur Benediktsson.

Undir álit og breytingartillögur meiri hluta nefndar skrifa Lilja Rafney Magnúsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Ásmundur Friðriksson og Haraldur Benediktsson.

3) 322. mál - opinber stuðningur við nýsköpun Kl. 11:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigríði Valgeirsdóttur og Brynhildi Pálmarsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Einar Gunnar Guðmundsson.

Gestirnir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Gestirnir viku kl. 11:40.

Meirihluti nefndar Lilja Rafney Magnúsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Haraldur Benediktsson og Njáll Trausti Friðbertsson samþykkti afgreiðslu málsins frá nefndinni til 3. umræðu án álits.

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Ólafur Ísleifsson og Sigurður Páll Jónsson samþykktu ekki afgreiðslu málsins úr nefnd.

4) 345. mál - lax- og silungsveiði Kl. 10:35
Meiri hluti nefndar samþykkti að afgreiða málið til 2. umræðu, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Ásmundur Friðriksson og Haraldur Benediktsson.

Undir álit og breytingartillögur meiri hluta nefndar skrifa Lilja Rafney Magnúsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Ásmundur Friðriksson og Haraldur Benediktsson.

5) Samkeppnisstaða innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB: Samfélagsleg og efnahagsleg áhrif á Íslandi vegna útflutnings á óunnum fiski í gámum Kl. 11:55
Dagskrárlið frestað.

6) Önnur mál Kl. 11:55
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:58