64. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 6. maí 2021 kl. 09:04


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:04
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:04
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:04
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 10:46
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:04
María Hjálmarsdóttir (MH), kl. 09:04
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:04
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:04
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:04
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:04

Haraldur Benediktsson boðaði seinkun.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:04
Fundargerð 63. fundar var samþykkt.

2) 704. mál - breyting á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar Kl. 09:04
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gunnar Inga Ágústsson og Vigdísi Evu Líndal frá Persónuvernd.

Þá fékk nefndin á sinn fund Örn Pálsson og Arthur Bogason frá Landssambandi smábátaeigenda og Örvar Marteinsson og Björgvin Helga Ásbjörnsson frá Samtökum smærri útgerða.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin samþykkti að Ásmundur Friðriksson yrði framsögumaður málsins.

3) 375. mál - jarðalög Kl. 10:35
Meiri hluti nefndar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Haraldur Benediktsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Ólafur Ísleifsson og Sigurður Páll Jónsson samþykkti afgreiðslu málsins til 3. umræðu.

Undir álit og breytingartillögu meiri hluta rita Lilja Rafney Magnúsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Haraldur Benediktsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Ólafur Ísleifsson og Sigurður Páll Jónsson.

4) 549. mál - fiskeldi, matvæli og landbúnaður Kl. 10:49
Nefndin ræddi málið.

5) 604. mál - tímabundnar endurgreiðslur til kvikmyndagerðar á Íslandi Kl. 10:51
Nefndin ræddi málið.

6) 776. mál - ferðagjöf Kl. 10:52
Nefndin samþykkti að vísa málinu til umsagnar með einnar viku fresti og að Njáll Trausti Friðbertsson yrði framsögumaður þess.

7) 755. mál - veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald o.fl. Kl. 10:52
Nefndin samþykkti að vísa málinu til umsagnar með tveggja vikna fresti. Ákvörðun um framsögumann var frestað.

8) Önnur mál Kl. 10:52
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:52