67. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 12. maí 2021 kl. 13:00


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 13:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 13:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 13:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 14:16
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 13:00
María Hjálmarsdóttir (MH), kl. 13:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 13:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 13:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 13:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 13:00

Haraldur Benediktsson boðaði seinkun.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Dagskrárlið frestað.

2) 628. mál - raforkulög og stofnun Landsnets hf. Kl. 13:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Kristján Þórð Snæbjarnarson og Elsu Maríu Rögnvaldsdóttur frá Rafiðnaðarsambandi Íslands.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 776. mál - ferðagjöf Kl. 13:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Elías Bj. Gíslason frá Ferðamálastofu, Gunnar Val Sveinsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Vilhjálm Bjarnason, formann safnaráðs.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 752. mál - pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun Kl. 14:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Helenu Þ. Karlsdóttur frá Ferðamálastofu, Gunnar Val Sveinsson og Baldur Sigmundsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar, Breka Karlsson frá Neytendasamtökunum og Margréti Arnheiði Jónsdóttur og Áshildi Jónsdóttur frá Samtökum fjármálafyrirtækja.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 612. mál - aðgerðir til að auka framboð og neyslu grænkerafæðis Kl. 14:25
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti og að María Hjálmarsdóttir yrði framsögumaður þess.

6) Önnur mál Kl. 14:26
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:31