4. fundur
atvinnuveganefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, fimmtudaginn 13. júní 2013 kl. 09:03


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:03
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:03
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:03
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:03
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:03
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:03
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:03
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:03
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:03

Nefndarritari: Benedikt S. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 10:27
Vegna tæknilegra vandakvæða voru fundargerðir síðustu funda ekki teknar fyrir á fundinum.

2) 3. mál - stjórn fiskveiða Kl. 09:03
Á fund nefndarinnar komu Jóhann Guðmundsson og Arnór Snæbjörnsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Gestirnir kynntu nefndinni þingmálið og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

3) 4. mál - stjórn fiskveiða o.fl. Kl. 09:14
Á fund nefndarinnar komu Jóhann Guðmundsson og Arnór Snæbjörnsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Helgi Jóhannesson og Kristinn Ingólfsson frá Siglingastofnun og Högni Bergþórsson frá Trefjum ehf. Jóhann og Arnór kynntu nefndinni málið og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu. Helgi og Kristinn svöruðu spurningum nefndarmanna. Högni kynnti afstöðu til málsins og svaraði spurningum nefndarmanna að því loknu.

4) Önnur mál. Kl. 10:26
JónG kynnti nefndinni beiðni efnahags- og viðskiptanefndar um að atvinnuveganefnd veiti umsögn um 1. mál, ráðstafanir í ríkisfjármálum (virðisaukaskattur á ferðaþjónustu).
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 10:27