12. fundur
atvinnuveganefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, mánudaginn 24. júní 2013 kl. 10:03


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 14:45
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 14:45
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 14:45
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 14:45
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 14:45
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 14:45
Kristján L. Möller (KLM), kl. 14:45
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 14:45
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 14:45
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 14:45

JÞÓ vék af fundi kl. 11:25

Nefndarritari: Benedikt S. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 11:58
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerðum 10. og 11. funda nefndarinnar. Gerðardrögin voru samþykkt.

2) 3. mál - stjórn fiskveiða Kl. 11:04
Nefndin ræddi málið.
Lögð var fram tillaga um að nefndin afgreiddi málið til 3. umræðu án útgáfu nefndarálits. Tillagan var samþykkt með atkvæðum JónG, HarB, ÁsF, PJP, ÞorS og ÞórE.
LRM lagði fram eftirfarandi bókun:
„Lilja Rafney mótmælir því að ekki var orðið við ósk hennar um að fulltrúar Landssambands smábátaeigenda yrðu kallaðir fyrir nefndina til að ræða tillögu hennar um aukningu strandveiðiafla næsta fiskveiðiár.“

3) 4. mál - stjórn fiskveiða o.fl. Kl. 11:46
Nefndin ræddi málið.

4) 15. mál - veiðigjöld Kl. 10:03
Á fund nefndarinnar komu Agnar Kristján Þorsteinsson og Ísak Jónsson aðstandendur undirskriftasöfnunar um óbreytt veiðigjald. Með Agnari og Ísaki kom Helga Vala Helgadóttir hdl. Agnar og Ísak kynntu nefndinni forsendur undirskriftarsöfunarinnar, svöruðu spurningum nefndarmanna og hlýddu á útskýringar þeirra á málinu.
Nefndin ræddi málið.

5) Önnur mál. Kl. 11:58
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 11:58