13. fundur
atvinnuveganefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, þriðjudaginn 25. júní 2013 kl. 09:30


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 17:20
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 17:20
Björn Valur Gíslason (BVG) fyrir LRM, kl. 17:20
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 17:20
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 17:20
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 17:20
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 17:20
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 17:20

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 12:03
Dagskrárliðurinn var ekki ræddur á fundi nefndarinnar.

2) 4. mál - stjórn fiskveiða o.fl. Kl. 09:31
Á fund nefndarinnar kom Örn Pálsson frá Landssambandi smábátaeigenda. Örn kynnti nefndinni afstöðu til málsins og svaraði spurningum nefndarmanna að því loknu.
Nefndin ræddi málið.

3) 15. mál - veiðigjöld Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar komu Arndís Ármann Steinþórsdóttir frá Veiðigjaldanefnd og Stefán B. Gunnlaugsson. Arndís kynnti nefndinni útreikninga veiðigjaldanefndar og svaraði spurningum nefndarmanna að því loknu. Stefán kynnti nefndinni efni greinargerðar um áhrif frumvarps til laga um breytingu á lögum nr. 74/2012, um veiðigjöld (innheimta veiðigjalda, sérstakt veiðigjald o.fl.) á rekstur og efnahag íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Að því loknu svaraði Stefán spurningum nefndarmanna.
Nefndin ræddi málið.
BVG lagði eftirfarandi bókun fram:
„Í ljósi persónulegra hagsmuna nefndarmanna í atvinnuveganefnd við afgreiðslu frumvarps um breytingar á lögum um veiðigjöld, vil ég að eftirfarandi komi fram:
Ég tel ekki fara vel á því að þingmenn sem hafa ríka persónulega hagsmuni af málum sem þingið hefur til umfjöllunar taki þátt í umræðum og afgreiðslu um þau mál í nefndum þingsins. Með því er sáð efasemdum um hagsmunaárekstra viðkomandi þingmanna sem varpað geta rýrð á störf nefnda og þingsins við vinnslu og afgreiðslu mála. Auðveldlega má komast hjá slíku með því að nefndarmenn víki sæti við umfjöllun og afgreiðslu mála sem þeim tengjast.
Ég mun senda forseta Alþingis erindi í kjölfar þessarar bókunnar og óska eftir því að hann taki þetta mál til umfjöllunar með það í huga að bregðast við með hagsmuni Alþingsis í huga.“

4) Önnur mál. Kl. 12:03
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 12:03