14. fundur
atvinnuveganefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, þriðjudaginn 25. júní 2013 kl. 17:20


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 17:20
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 17:20
Björn Valur Gíslason (BVG) fyrir LRM, kl. 17:20
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 17:24
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 17:20
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 17:20
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 17:20
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 17:20

KLM boðaði forföll.

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 17:32
Dagskrárliðurinn var ekki ræddur á fundi nefndarinnar.

2) 4. mál - stjórn fiskveiða o.fl. Kl. 17:20
Á fundinum voru lögð fram drög að nefndaráliti um málið. Þá var lögð fram tillaga um að nefndin afgreiddi málið á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt samhljóða. Nefndarálit var afgreitt. Á því voru JónG, BVG (með hefðbundnum fyrirvara), HarB, BjÓ, PJP, ÞorS, ÞórE og KLM sem ritaði undir álitið skv. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

3) Önnur mál. Kl. 17:32
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 17:35