1. fundur
atvinnuveganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, fimmtudaginn 3. október 2013 kl. 09:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

HarB og KLM voru fjarverandi.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Kynning þingmála iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Kl. 09:00
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, kom á fund nefndarinnar og kynnti þau þingmál sem hún hyggst leggja fram og heyra undir málefnasvið nefndarinnar.
Ásamt henni voru: Ingvi Már Pálsson, Ingvar Pétur Guðjónsson, Kristján Skarphéðinsson, Sveinn Þorgrímsson og Valgerður Rún Bjarnadóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

2) Önnur mál. Kl. 10:05
BjÓ kvaðst finnast einkennilegt að meiri hluti nefndar hefði átt fund með ráðherra áður en hann kom fyrir nefndina alla. Kvaðst hvorki vilja láta skilgreina sig sjálfa sem fulltrúa minni hluta né meiri hluta.
Formaður, JónG, benti á að það hefði tíðkast og verið talið eðlilegt að stjórnarmeirihluti fari yfir mál með ráðherrum.

Rætt var almennt um mikilvægi þess að auka áhrif þingsins á þau mál sem lögð verða fyrir það til afgreiðslu.

LRM ítrekaði beiðni um að fá fulltrúa rækjuvinnslu frá Ísafirði á fund nefndarinnar.
Formaður, JónG, benti á að málið væri ekki fullbúið í ráðuneytinu og ítrekaði að eðlilegra væri að kalla gesti fyrir þegar mál væri komið til nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 10:15