3. fundur
atvinnuveganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 17. október 2013 kl. 08:30


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 08:30
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 08:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:30
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 08:35
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 08:35
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 08:30
Sigurjón Kjærnested (SKjær), kl. 08:30
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 08:35

KLM boðaði forföll.
JÞÓ var fjarverandi.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 08:30
Fundargerðir 2. fundar 143. löggjþ. og 1. fundar 142. löggjþ. voru samþykktar.

2) Nýafstaðin vertíð í makríl- og strandveiðum. Kl. 08:35
Rætt var um nýafstaðna vertíð í makrílveiðum og strandveiðum.
Á fundinn komu Arthúr Bogason og Örn Pálsson frá Landssambandi smábátaeigenda.

3) Áform um kvótasetningu á rækju. Kl. 09:00
Rætt var um áform um að setja kvóta á rækjuveiðar.
Á fundinn komu fulltrúar frá Kampa ehf. þeir Albert Haraldsson, Brynjar Ingason og Jón Guðbjartsson.
Einnig fulltrúar frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna þeir Kolbeinn Árnason og Ólafur Marteinsson.

Bókun frá ÁsF, HarB, ÓBK, PJP, SKjær, ÞórE:
Við mótmælum vinnubrögðum 1. varaformanns atvinnuveganefndar. Rætt hafði verið í nefndinni að ekki væri tímabært að taka fyrirætlanir um breytingar á lögum er varða veiðar á rækju til efnislegrar umræðu. Í fyrsta lagi hefur ráðherra hvorki kynnt né mælt fyrir frumvarpi um lagabreytingu að þessu leyti hvað þá að slíku máli hafi verið vísað til nefndarinnar. Í öðru lagi liggur ekki fyrir þingmál um málefni rækjuveiða, því er efnisleg umræða þingnefndar með gestum, um málefnið ómarkviss og óþörf.

4) Önnur mál. Kl. 10:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:20