9. fundur
atvinnuveganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 15. nóvember 2013 kl. 13:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 13:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 13:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 13:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 13:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 13:00
Kristján L. Möller (KLM), kl. 14:20
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 13:00

HarB vék af fundi kl 14.
LRM vék af fundi kl. 14.40.
KLM kom á fundinn kl. 14.20 vegna annarra þingstarfa.
JÞÓ og ÞorS voru fjarverandi.
ÞórE boðaði forföll.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 13:00
Fundargerð 8. fundar var samþykkt.

2) Jarðstrengir Kl. 13:05
Á fund nefndarinnar komu eftirfarandi fulltrúar fyrir hönd Landverndar: Guðmundur Ingi Guðmundsson, Karl Ingólfsson og Þórhallur Hjartarson. Kynnt var úttekt Landverndar um kostnað við jarðstrengi og loftlínur.

Jafnframt komu fulltrúar Landsnets á fund nefndarinnar: Guðmundur Ingi Ásmundsson og Þórður Guðmundsson.

3) Endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi, lög nr. 40/2013 Kl. 14:00
Rætt var um lög, nr. 40/2013, um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi. Fyrir nefndina komu: Guðrún Ragna Garðarsdóttir og Þór Tómasson fyrir hönd Atlantsolíu, Benedikt Stefansson, Ólafur Jóhannsson og Ómar Sigurbjörnsson frá Carbon Recycling International, Einar Örn Ólafsson og Ólafur H. Jónsson frá Skeljungi og Magnus Ásgeirsson frá N1.

4) 153. mál - stjórn fiskveiða Kl. 15:50
Ákveðið var að senda málið til umsagnar.
Frestur til að skila gefinn tvær vikur.

5) Önnur mál. Kl. 15:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:55