18. fundur
atvinnuveganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 3. desember 2013 kl. 09:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:55
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:00
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:10
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Steingrímur J. Sigfússon (SJS) fyrir LRM, kl. 09:05
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:15
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

BjÓ vék af fundi kl. 9:55.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:00
Fundargerð 15. fundar var samþykkt.

2) 59. mál - raforkustrengur til Evrópu Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Róbert Farestveit frá Alþýðusambandi Íslands, Elías Blöndal Guðjónsson frá Bændasamtökum Íslands, Guðmund Inga Ásmundsson frá Landsneti, Kristinn Einarsson og Skúla Thoroddsen frá Orkustofnun,
Bjarna Jónsson frá Sambandi garðyrkjubænda, Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins og Harald Inga Birgisson frá Viðskiptaráði Íslands.

3) 164. mál - svæðisbundin flutningsjöfnun Kl. 10:50
Málið var afgreitt frá nefndinni. Undir nefndarálit rita: JónG, SJS, HarB, ÁsF, BjÓ, KLM, PJP, ÞorS, ÞórE.

4) Önnur mál. Kl. 10:55
Samþykkt var tillaga formanns um að leita eftir áliti frá Lagastofnun Háskóla Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, aflahlutdeildir í rækju (mál 153).

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00