33. fundur
atvinnuveganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 18. febrúar 2014 kl. 09:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:00
Fjóla Hrund Björnsdóttir (FHB), kl. 09:00
Haraldur Einarsson (HE) fyrir ÞórE, kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:15

Ásmundur Friðriksson boðaði forföll.
Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.
Kristján L. Möller var fjarverandi vegna veikinda.


Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:00
Dagskrárliðnum var frestað.

2) 256. mál - stefnumótandi byggðaáætlun 2014--2017 Kl. 09:00
Nefndin fjallaði áfram um málið og fékk á sinn fund Ólaf Áka Ragnarsson og Gauta Jóhannesson frá Austurbrú (símafundur), Geir Kristinn Aðalsteinsson og Pétur Þór Jónasson frá Eyþingi, Ólaf Flóvens frá Íslenskum orkurannsóknum, Kristinn Einarsson og Skúla Thoroddsen frá Orkustofnun, Önnu G. Björnsdóttur, Karl Björnsson og Þóru Jónsdóttur frá Samband íslenskra sveitarfélaga og Gústaf Skúlason fyrir hönd Samorku.

3) 153. mál - stjórn fiskveiða Kl. 11:15
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Jón Hermann Óskarsson frá Flóka ehf. og Arnar Kristjánsson frá Solberg ehf. Ásamt þeim var Jón Jónsson lögmaður.

4) Önnur mál. Kl. 12:00
Formaður kynnti að stefnt yrði að því að nefndin færi í heimsóknir í byrjun mars.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00