27. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 2. desember 2014 kl. 09:15


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:15
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:15
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:15
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:15
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:15
Steingrímur J. Sigfússon (SJS) fyrir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur (LRM), kl. 10:15
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:15

Kristján Möller, Þórunn Egilsdóttir og Jón Þór Ólafsson voru fjarverandi.
Þorsteinn Sæmundsson vék af fundi kl. 10.45.
Björt Ólafsdóttir vék af fundi kl. 11.15.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:00
Dagskrárliðnum var frestað.

2) 305. mál - raforkulög Kl. 09:15
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Guðmund Inga Ásmundsson, Guðjón Axel Guðjónsson og Sverri Jan Norðfjörð frá Landsneti, Helga Bjarnason frá Landsvirkjun, Ágúst Hafberg og Árna Vilhjálmsson fyrir hönd Norðuráls, Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins og Bryndísi Skúladóttur frá Samtökum iðnaðarins.

3) 321. mál - stefna stjórnvalda um lagningu raflína Kl. 09:15
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Guðmund Inga Ásmundsson, Guðjón Axel Guðjónsson og Sverri Jan Norðfjörð frá Landsneti, Helga Bjarnason frá Landsvirkjun, Ágúst Hafberg og Árna Vilhjálmsson fyrir hönd Norðuráls, Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins og Bryndísi Skúladóttur frá Samtökum iðnaðarins.

4) 391. mál - Haf- og vatnarannsóknir Kl. 11:15
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Gísladóttur og Sigurgeir Þorgeirsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 5. janúar nk.

5) 392. mál - sameining Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar Kl. 11:15
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Gísladóttur og Sigurgeir Þorgeirsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 5. janúar nk.

6) Önnur mál. Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00