32. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, fimmtudaginn 11. desember 2014 kl. 16:35


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 16:35
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 16:35
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 16:35
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 16:35
Kristján L. Möller (KLM), kl. 16:35
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 16:35
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 16:35
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 16:35

Lilja Rafney Magnúsdóttir og Jón Þór Ólafsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) 154. mál - vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu Kl. 16:35
Málið var afgreitt frá nefndinni með breytingartillögu.
Lilja Rafney Magnúsdóttir ritar undir nefndarálit með heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis. Ekki voru hreyfð andmæli við því.

2) Önnur mál. Kl. 16:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:40