63. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 5. maí 2015 kl. 09:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:45
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:10
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:10
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:10
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

JónG vék af fundi kl. 11.50.
PJP vék af fundi kl. 12.10.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) 421. mál - leiga skráningarskyldra ökutækja Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Brynhildi Pálmarsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Vigni Má Lýðsson frá Integral Turing ehf. og Bjarna A. Lárusson og Óskar Albertsson frá ríkisskattstjóra.

2) 693. mál - byggðaáætlun og sóknaráætlanir Kl. 10:00
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Baldur Sigmundsson og Hönnu Dóru Másdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

3) 692. mál - veiðigjöld Kl. 10:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Ármann Einarsson frá Auðbjörgu hf., Eirík Tómasson frá Þorbirni hf., Guðmund Smára Guðmundsson frá Grun hf., Ólaf Rögnvaldsson frá Hraðfrystihúss Hellisands og Sigurð Viggósson frá Odda hf. og Hauk Þór Hauksson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

4) 643. mál - innflutningur dýra Kl. 12:15
Málið var tekið af dagskrá.

5) 694. mál - framleiðsla, verðlagning og sala búvöru o.fl. Kl. 12:15
Málið var tekið af dagskrá.

6) 644. mál - dýrasjúkdómar og varnir gegn þeim Kl. 12:15
Málið var tekið af dagskrá.

7) Önnur mál. Kl. 12:15
Sex mál voru send til umsagnar: 42. mál, 292. mál, 693. mál, 644. mál, 694. mál og 643. mál.

Fundi slitið kl. 12:00