67. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 12. maí 2015 kl. 08:30


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 08:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 08:30
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:30
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 08:30
Kristján L. Möller (KLM), kl. 08:30
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 08:30
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 08:30

ÞorS og JÞÓ voru fjarverandi.
HarB tók þátt á fundinum gegnum síma frá kl. 9.30.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 08:30
Dagskrárliðnum var frestað.

2) Skýrsla frá Sjávarklasanum. Kl. 08:30
Nefndin fékk á sinn fund Bjarka Má Vigfússon frá Sjávarklasanum sem kynnti fyrir nefndinni óútkomna skýrslu um þróun sjávarútvegs.

3) 691. mál - stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl Kl. 09:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson frá Vinnslustöðinn og Stefán Friðriksson og Stefán A. Svenson fyrir hönd Ísfélagsins.

4) 391. mál - Haf- og vatnarannsóknir Kl. 11:30
Málið var ekki tekið fyrir.

5) 392. mál - sameining Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar Kl. 11:30
Málið var ekki tekið fyrir.

6) 698. mál - niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar Kl. 11:30
Málið var ekki tekið fyrir.

7) Önnur mál. Kl. 11:30
BjÓ óskaði eftir því að fulltrúar undirskriftasöfnunarinnar þjóðareign.is kæmu fyrir nefndina vegna 691. máls (Stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl).

Fundi slitið kl. 11:30