87. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 23. júní 2015 kl. 18:30


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 18:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 18:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 18:30
Eldar Ástþórsson (EldÁ) fyrir Björt Ólafsdóttur (BjÓ), kl. 18:30
Fjóla Hrund Björnsdóttir (FHB) fyrir Pál Jóhann Pálsson (PJP), kl. 18:30
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 18:30
Kristján L. Möller (KLM), kl. 18:40
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 18:30
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 18:30

Haraldur Benediktsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) 691. mál - stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl Kl. 18:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Arnór Snæbjörnsson og Jóhann Guðmundsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

LRM, KLM og EldÁ óskuðu að bókað yrði:
„Við leggjum til að framkomnar breytingartillögu sjávarútvegsráðuneytisins við frumvarpið verði sendar til umsagnar og umsagnaraðilum veittur hefðbundinn tveggja vikna frestur til að skila umsögn.“

LRM óskaði að bókað yrði:
„Ég legg til að frumvarpinu verði vísað til ráðherra".
JÞÓ lýsti yfir stuðningi við þessa tillögu.

Því var frestað að taka tillögurnar fyrir.

2) Önnur mál. Kl. 20:30


Fundi slitið kl. 20:30