13. fundur
atvinnuveganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 1. nóvember 2018 kl. 09:00


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE), kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:15
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:00

Kolbeinn Óttarsson Proppé var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis og Inga Sæland boðaði forföll vegna veikinda.

Njáll Trausti Friðbertsson vék af fundi kl. 10:40 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 12. fundar var samþykkt.

2) 144. mál - veiðigjald Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Árni Bjarnason frá Félagi skipstjórnarmanna, Guðmundur Helgi Þórarinsson frá Félagi vélstjóra og málmtæknimanna og Hólmgeir Jónsson og Valmundur Valmundsson frá Sjómannasambandi Íslands. Gerðu þeir grein fyrir sjónarmiðum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Því næst átti nefndin símafund við Árna Skúlason, Eyrúnu Elvu Marínósdóttur, Ingveldi Jóhannesdóttur og Jóhann Þórhallsson frá Verðlagsstofu Skiptaverðs. Svöruðu þau spurningum nefndarmanna um málið.

Þá komu á fundinn Birgir Óli Einarsson og Markús Árni Vernharðsson frá Samkeppniseftirlitinu. Fóru þeir yfir umsögn eftirlitsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að síðustu kom á fund nefndarinnar Þórólfur Matthíasson, prófessor. Hann fór yfir umsögn sína um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 11:58
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00