28. fundur
atvinnuveganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 29. janúar 2019 kl. 09:00


Mættir:

Albert Guðmundsson (AlbG) fyrir Ásmund Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE), kl. 09:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:09
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:07
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP) fyrir Höllu Signý Kristjánsdóttur (HSK), kl. 09:00

Lilja Rafney Magnúsdóttir boðaði forföll vegna annarra þingstarfa og Sigurður Páll Jónsson boðaði forföll vegna veikinda.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu Kl. 09:07
Á fund nefndarinnar komu Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi og Haraldur Guðmundsson frá Ríkisendurskoðun og kynntu þeir skýrslu stofnunarinnar um eftirlit Fiskistofu. Einnig komu fyrir nefndina Baldur P. Erlingsson og Jóhann Guðmundsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Eyþór Björnsson og Margrét Kristín Helgadóttir frá Fiskistofu.

2) Fundargerð Kl. 10:35
Fundargerðir 26. og 27. funda voru samþykktar.

3) Önnur mál Kl. 10:35
Kl. 9:00-9:07 var Albertína Friðbjörg Elíasdóttir kjörinn 1. varaformaður nefndarinnar.

Kl. 10:35-10:45:
SEÞ spurðist fyrir um hvort nefndin myndi kynna sér starfsemi fiskeldisstöðva.

Rætt var um áframhald á umfjöllun um skýrslu Fiskistofu og verkefnisstjórn sem ráðherra hyggst skipa í tilefni útkomu hennar. ÞKG óskaði eftir því að fá upplýsingar frá ráðuneytinu um erindisbréf verkefnisstjórnar

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:45