36. fundur
atvinnuveganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 1. mars 2019 kl. 13:00


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 13:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 13:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) fyrir Albertínu Friðbjörgu Elíasdótur (AFE), kl. 13:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 13:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 13:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 13:00
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 13:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 13:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 13:00

Nefndarritari: Birgitta Kristjánsdóttir

Atvinnuveganefnd bauð nefndarmönnum umhverfis- og samgöngunefndar að sitja fundinn.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Dagskrárlið frestað.

2) Ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um áframhald hvalveiða Kl. 13:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Skarphéðinsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Gísla Víkingsson frá Hafrannsóknarstofnun.

3) Önnur mál Kl. 14:00
Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:00