53. fundur
atvinnuveganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 30. apríl 2019 kl. 08:30


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 08:30
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 09:15
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 08:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:30
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 08:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 08:30
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 08:30
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 08:30
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 08:51

Helgi Hrafn Gunnarsson vék af fundi kl. 11:33.
Þorgerður K. Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 12:09.

Nefndarritari: Birgitta Kristjánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Fundargerð 52. fundar var samþykkt.

2) 647. mál - fiskeldi Kl. 08:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jón Steinar Eyjólfsson frá Veiðifélagi Laxdæla, Magnús Ólafsson, Kristján Þór Björnsson og Gunnar Rúnar Kristjánsson frá Veiðifélagi Vatnsdalsár, Gunnlaug Ingólfsson frá Veiðifélagi Breiðdalsár, Björn Magnússon frá Veiðifélagi Víðidalsár Gunnlaug Stefánsson frá Veiðifélagi Breiðdæla og Jón Þór Ólason frá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur.

Kl. 09:42 komu Jón Kristjánsson og Sigurjón Þórðarson.

Gestirnir kynntu mál sitt og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 710. mál - taka gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóður Kl. 09:42
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jón Steinar Eyjólfsson frá Veiðifélagi Laxdæla, Magnús Ólafsson, Kristján Þór Björnsson og Gunnar Rúnar Kristjánsson frá Veiðifélagi Vatnsdalsár, Gunnlaug Ingólfsson frá Veiðifélagi Breiðdalsár, Björn Magnússon frá Veiðifélagi Víðidalsár Gunnlaug Stefánsson frá Veiðifélagi Breiðdæla og Jón Þór Ólason frá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur.

Kl. 09:42 komu Jón Kristjánsson og Sigurjón Þórðarson.

Gestirnir kynntu mál sitt og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 646. mál - búvörulög Kl. 10:23
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðfinnu Hörpu Árnadóttur og Unnstein Snorra Snorrason frá Landssamtökum sauðfjárbænda. Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 647. mál - fiskeldi Kl. 10:32
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hafdísi Gunnarsdóttur, Sigríði Ó. Kristjánsdóttur og Aðalstein Óskarsson frá Vestfjarðastofu, Rebekku Hilmarsdóttur, Iðu Marsibil Jónsdóttur og Þórkötlu Soffíu Ólafsdóttur frá Vesturbyggð, Bryndísi Sigurðardóttur frá Tálknafjarðarhreppi, Guðmund Gunnarsson frá Ísafjarðarbæ, Jón Pál Hreinsson frá Bolungarvíkurkaupstað og Pétur Georg Markan og Braga Thoroddsen frá Súðavíkurhreppi. Gestirnir kynntu mál sitt og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 710. mál - taka gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóður Kl. 10:32
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hafdísi Gunnarsdóttur, Sigríði Ó. Kristjánsdóttur og Aðalstein Óskarsson frá Vestfjarðastofu, Rebekku Hilmarsdóttur, Iðu Marsibil Jónsdóttur og Þórkötlu Soffíu Ólafsdóttur frá Vesturbyggð, Bryndísi Sigurðardóttur frá Tálknafjarðarhreppi, Guðmund Gunnarsson frá Ísafjarðarbæ, Jón Pál Hreinsson frá Bolungarvíkurkaupstað og Pétur Georg Markan og Braga Thoroddsen frá Súðavíkurhreppi.
Gestirnir kynntu mál sitt og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) Önnur mál Kl. 12:12
Formaður lagði til að haldinn yrði sameiginlegur fundur með utanríkismálanefnd föstudaginn 3. maí. Nefndin samþykkti tillöguna.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:19