54. fundur
atvinnuveganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 2. maí 2019 kl. 08:35


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:55
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 09:12
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 08:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:30
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) fyrir Helga Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 08:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:16
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 08:30
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 08:30
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 08:59

Nefndarritari: Birgitta Kristjánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:35
Frestað.

2) 750. mál - fjármálaáætlun 2020--2024 Kl. 08:35
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Skarphéðin Berg Steinarsson og Ólaf Reyni Guðmundsson frá Ferðamálastofu, Sólmund Má Jónsson og Þorstein Sigurðsson frá Hafrannsóknarstofnun og Sigurborgu Daðadóttur frá Matvælastofnun.

3) 647. mál - fiskeldi Kl. 09:25
Ásmundur Friðriksson leggur fram blaðagrein sem hann leggur til að verði þýdd yfir á íslensku. Viðstaddir nefndarmenn samþykkja tillöguna.

4) 646. mál - búvörulög Kl. 09:40
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Allir viðstaddir nefndarmenn samþykktu að afgreiða málið.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Ásmundur Friðriksson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Njáll Trausti Friðbertsson, Ólafur Ísleifsson og Sigurður Páll Jónsson skrifuðu undir nefndarálit.

5) 645. mál - lax- og silungsveiði Kl. 10:00
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Allir viðstaddir nefndarmenn samþykktu að afgreiða málið.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Ásmundur Friðriksson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Njáll Trausti Friðbertsson, Ólafur Ísleifsson og Sigurður Páll Jónsson skrifuðu undir nefndarálit. Þorgerður K. Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, lýsti sig samþykka álitinu.

6) Önnur mál Kl. 10:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:05