56. fundur
atvinnuveganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 7. maí 2019 kl. 08:30


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 08:30
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 08:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 08:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:30
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 08:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 08:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 08:30
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 08:30
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 08:30
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 08:45

Halla Signý Kristjánsdóttir vék af fundi kl. 10:33.
Þorgerður K. Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 11:09.
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir vék af fundi kl. 11:45.

Nefndarritari: Birgitta Kristjánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Frestað

2) 782. mál - raforkulög og Orkustofnun Kl. 08:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Erlu Sigríði Gestsdóttur og Ingva Má Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og Jóhönnu Bryndísi Bjarnadóttur frá utanríkisráðuneytinu.

3) 791. mál - breyting á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku Kl. 08:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Erlu Sigríði Gestsdóttur og Ingva Má Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og Jóhönnu Bryndísi Bjarnadóttur frá utanríkisráðuneytinu.

4) 792. mál - raforkulög Kl. 08:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Erlu Sigríði Gestsdóttur og Ingva Má Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og Jóhönnu Bryndísi Bjarnadóttur frá utanríkisráðuneytinu.

5) 776. mál - fiskveiðar utan lögsögu Íslands Kl. 09:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gunnar Atla Gunnarsson, Arnór Snæbjörnsson og Ernu Jónsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

6) 766. mál - dýrasjúkdómar o.fl. Kl. 09:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gunnar Atla Gunnarsson, Ásu Þórhildi Þórðardóttur og Lindu Fanneyju Valgeirsdóttur.
Kl. 10:16 komu Sigurður Eyþórsson og Guðrún Vaka Steingrímsdóttur frá Bændasamtökum Íslands, Eggert Árni Gíslason frá Samtökum mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja, Magnús Huldar Ingþórsson, Þorsteinn Sigmundsson og Geir Gunnar Geirsson og Hildur Traustadóttir frá Félagi kjúklingabænda og Félagi eggjabænda.
Kl. 11:08 komu Sigurborg Daðadóttir frá Matvælastofnun, Hrönn Ólína Jörundsdóttir og Oddur M. Gunnarsson frá Matís, Emma Eyþórsdóttir frá Erfðanefnd landbúnaðarins og Karl G. Kristinsson prófessor og yfirdýralæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.

7) Önnur mál Kl. 12:10
Formaður leggur til að nefndin fundi föstudaginn 10. maí. Allir viðstaddir nefndarmenn samþykkja tillöguna.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:15