57. fundur
atvinnuveganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 8. maí 2019 kl. 15:00


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 15:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 15:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 15:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 15:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 15:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 15:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 15:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 15:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 15:00

Njáll Trausti Friðbertsson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Þorgerður K. Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 17:22.

Nefndarritari: Birgitta Kristjánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:00
Frestað.

2) 766. mál - dýrasjúkdómar o.fl. Kl. 15:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund eftirfarandi gesti:
Kl. 15:00 komu Páll Gunnar Pálsson og Birgir Óli Einarsson frá Samkeppniseftirlitinu, Breki Karlsson frá Neytendasamtökunum og Glóey Finnsdóttir frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
Kl. 15:55 komu Páll Rúnar M. Kristjánsson frá Félagi atvinnurekenda, Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins, Kristján Þórarinsson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og Andrés Magnússon og Benedikt S. Benediktsson frá SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu.
Kl. 16:52 komu Jóhanna María Sigmundsdóttir frá Landssambandi kúabænda, Vilhjálmur Ari Arason læknir, Grímur Valdimarsson og Halldór Runólfsson fyrrv. yfirdýralæknir.

3) 647. mál - fiskeldi Kl. 17:30
Nefndin fjallaði um málið ræddi við Guðbjörgu Ástu Ólafsdóttur líffræðing í síma. Hún kynnti mál sitt og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 766. mál - dýrasjúkdómar o.fl. Kl. 17:50
Nefndin samþykkti Lilju Rafneyju Magnúsdóttur sem framsögumann málsins að tillögu formanns.

5) 776. mál - fiskveiðar utan lögsögu Íslands Kl. 17:52
Nefndin samþykkti Lilju Rafneyju Magnúsdóttur sem framsögumann málsins að tillögu formanns.

6) 782. mál - raforkulög og Orkustofnun Kl. 17:54
Nefndin samþykkti Höllu Signýju Kristjánsdóttur sem framsögumann málsins að tillögu formanns.

7) 791. mál - breyting á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku Kl. 17:56
Nefndin samþykkti Njál Trausta Friðbertsson sem framsögumann málsins að tillögu formanns.

8) 792. mál - raforkulög Kl. 17:58
Nefndin samþykkti Njál Trausta Friðbertsson sem framsögumann málsins að tillögu formanns.

9) Önnur mál Kl. 18:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 18:00