60. fundur
atvinnuveganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 14. maí 2019 kl. 08:30


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 08:30
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 08:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 08:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:30
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 08:30
Jón Þór Þorvaldsson (JÞÞ), kl. 08:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 08:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 08:30
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 08:30
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 08:36

Halla Signý Kristjánsdóttir vék af fundi kl. 11:32.

Nefndarritari: Birgitta Kristjánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Fundargerðir 54., 55., 56. og 57. fundar voru samþykktar.

2) 647. mál - fiskeldi Kl. 08:30
Nefndin fékk á sinn fund Tómas Hrafn Sveinsson sem gerði grein fyrir niðurstöðum sínum í sérfræðiáliti sem nefndin óskaði eftir.

3) 782. mál - raforkulög og Orkustofnun Kl. 09:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Frosta Sigurjónsson, Bjarna Jónsson og Harald Ólafsson frá Samtökunum Orkan okkar, Hönnu Björg Konráðsdóttur, Guðmund I. Bergþórsson og Rán Jónsdóttur frá Orkustofnun og Hjört Torfason. Gestirnir kynntu mál sitt og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 791. mál - breyting á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Frosta Sigurjónsson, Bjarna Jónsson og Harald Ólafsson frá Samtökunum Orkan okkar, Hönnu Björg Konráðsdóttur, Guðmund I. Bergþórsson og Rán Jónsdóttur frá Orkustofnun og Hjört Torfason. Gestirnir kynntu mál sitt og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 792. mál - raforkulög Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Frosta Sigurjónsson, Bjarna Jónsson og Harald Ólafsson frá Samtökunum Orkan okkar, Hönnu Björg Konráðsdóttur, Guðmund I. Bergþórsson og Rán Jónsdóttur frá Orkustofnun og Hjört Torfason. Gestirnir kynntu mál sitt og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 776. mál - fiskveiðar utan lögsögu Íslands Kl. 10:51
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Alexander Kristinsson frá Sjávariðjunni og Stefán Friðriksson, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson og Sindra Viðarsson frá Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja.

7) Önnur mál Kl. 11:52
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:52