67. fundur
atvinnuveganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, þriðjudaginn 28. maí 2019 kl. 19:07


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 19:07
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 19:07
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 19:07
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 19:07
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 19:07
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 19:07
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 19:07

Ólafur Ísleifsson var fjarverandi.
Sigurður Páll Jónsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Birgitta Kristjánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 19:07
Frestað.

2) 766. mál - dýrasjúkdómar o.fl. Kl. 19:07
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gunnar Atla Gunnarsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
Nefndin samþykkti að afgreiða til 2. umræðu 766. mál. Undir nefndarálit skrifa Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Njáll Trausti Friðbertsson. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Jón Þór Ólafsson skrifuðu undir álitið með fyrirvara.

Jafnframt samþykkti nefndin að flytja þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna.

3) Önnur mál Kl. 19:27
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 19:27