72. fundur
atvinnuveganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 18. júní 2019 kl. 20:22


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 20:22
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 20:22
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 20:22
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 20:22
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 20:27
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 20:48
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 20:27
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 20:27
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP) fyrir Höllu Signý Kristjánsdóttur (HSK), kl. 20:22

Nefndarritari: Birgitta Kristjánsdóttir

Njáll Trausti Friðbertsson mætti kl. 20:48 vegna fundar hjá fjárlaganefnd.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 20:22
Frestað.

2) 776. mál - fiskveiðar utan lögsögu Íslands Kl. 20:22
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Kristján Skarphéðinsson ráðuneytisstjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu mættu fyrir nefndina og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til 3. umræðu án nefndarálits.

3) 647. mál - fiskeldi Kl. 20:35
Nefndin fékk á sinn fund Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur og Einar K. Guðfinnsson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og Jóhann Guðmundsson og Ernu Jónsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Gestirnir kynntu mál sitt og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 766. mál - dýrasjúkdómar o.fl. Kl. 22:01
Nefndin ræddi málið.

5) Önnur mál Kl. 22:03
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 22:03