5. fundur
atvinnuveganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 26. september 2019 kl. 09:00


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00

Njáll Trausti Friðbertsson boðaði forföll vegna annarra þingstarfa.
Ásmundur Friðriksson, Ólafur Ísleifsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir boðuðu forföll.

Nefndarritari: Birgitta Kristjánsdóttir

Halla Signý Kristjánsdóttir vék af fundi kl. 10:56.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) Kynning á starfsemi Algaennovation Kl. 09:00
Kristinn Hafliðason mætti á fund nefndarinnar. Hann kynnti starfsemi Algaennovation og svaraði spurningum nefndarmanna

3) 12. mál - búvörulög Kl. 10:00
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar.
Nefndin samþykkti Höllu Signýju Kristjánsdóttur sem framsögumann málsins.

4) 20. mál - aðgerðaáætlun í jarðamálum Kl. 10:01
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar.
Nefndin samþykkti Höllu Signýju Kristjánsdóttur sem framsögumann málsins.

5) 43. mál - skylda ferðaþjónustuaðila til að bjóða upp á kolefnisjöfnun við sölu á þjónustu Kl. 10:02
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar.
Nefndin samþykkti Lilju Rafneyju Magnúsdóttur sem framsögumann málsins.

6) 120. mál - ráðstafanir til að draga úr notkun pálmaolíu á Íslandi Kl. 10:03
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar.
Nefndin samþykkti Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur sem framsögumann málsins.

7) Önnur mál Kl. 10:04
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15