7. fundur
atvinnuveganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 8. október 2019 kl. 09:00


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:10
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00

Ólafur Ísleifsson boðaði forföll.
Jón Þór Ólafsson vék af fundi kl. 11:06.
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir vék af fundi kl. 11:08.

Nefndarritari: Birgitta Kristjánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) Ákvörðun um að hafa dagskrárlið opinn fréttamönnum Kl. 09:00
Nefndin samþykkti að 3. dagskrárliður yrði opinn fréttamönnum að tillögu formanns.

3) Samkeppnisstaða innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB: Samfélagsleg og efnahagsleg áhrif á Íslandi vegna útflutnings á óunnum fiski í gámum Kl. 09:10 - Opið fréttamönnum
Á fund nefndarinnar mættu Ragnar Kristjánsson frá Fiskmarkaði Suðurnesja, Aðalsteinn Finsen, Hannes Sigurðsson og Ketill Helgason frá Félagi fiskframleiðenda og útflytjenda, Valgerður Ágústsdóttir frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga, Aðalsteinn Á. Baldursson, Flosi Eiríksson, Hólmgeir Jónsson og Vilhjálmur E. Birgisson frá Starfsgreinasambandi Íslands, Jens G. Helgason, Hrefna Karlsdóttir, Friðrik Þór Gunnarsson og Heiðmar Guðmundsson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Árni Bjarnason frá Félagi skipstjórnarmanna.
Gestirnir kynntu mál sitt og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:05
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:11