14. fundur
atvinnuveganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 31. október 2019 kl. 09:30


Mættir:

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:30
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:49
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:30

Njáll Trausti Friðbertsson boðaði forföll vegna annarra þingstarfa.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir og Ólafur Ísleifsson boðuðu forföll.
Sigurður Páll Jónsson var fjarverandi.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir vék af fundi kl. 10:45.
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir var viðstödd fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Nefndarritari: Birgitta Kristjánsdóttir

Rósa Björk Brynjólfsdóttir stýrði fundi í fjarveru formanns, 1. varaformanns og 2. varaformanns.
Jón Þór Ólafsson stýrði fundi frá kl. 10:45.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Frestað.

2) 251. mál - lax- og silungsveiði Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mættu Arnór Snæbjörnsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Sigurður Guðjónsson og Guðni Guðbergsson frá Hafrannsóknastofnun, Guðni Magnús Eiríksson frá Fiskistofu, Elías Blöndal Guðjónsson og Jón Helgi Björnsson frá Landssambandi veiðifélaga, Óskar Magnússon frá Landssamtökum landeigenda og Bjarni M. Jónsson og Pétur Guðmundsson frá Samtökum eigenda sjávarjarða. Gestirnir kynntu mál sitt og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 231. mál - girðingarlög Kl. 11:24
Frestað.

4) Önnur mál Kl. 11:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:25