18. fundur
atvinnuveganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 14. nóvember 2019 kl. 09:00


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:18
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:08

Rósa Björk Brynjólfsdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir vék af fundi kl. 09:40.

Nefndarritari: Birgitta Kristjánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 14.-16. fundar voru samþykktar.

2) 251. mál - lax- og silungsveiði Kl. 09:04
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jóhann Guðmundsson og Sigríði Norðmann frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og Elías Blöndal Guðjónsson og Jón Helga Björnsson frá Landssamtökum veiðifélaga. Gestirnir kynntu mál sitt og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin samþykkti að afla frekari upplýsinga vegna málsins frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra.

3) Önnur mál Kl. 10:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15