21. fundur
atvinnuveganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 21. nóvember 2019 kl. 09:00


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:25
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:50
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00

Rósa Björk Brynjólfsdóttir vék af fundi kl. 10:20.

Nefndarritari: Birgitta Kristjánsdóttir

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir tók þátt í fundinum í gegnum síma.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) 318. mál - breyting á ýmsum lögum á sviði matvæla Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Gunnar Sigurðarson og Sigríður Mogensen frá Samtökum iðnaðarins, Árný Sigurðardóttir og Óskar Ísfeld Sigurðsson frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og Steinþór Skúlason frá Landssamtökum sláturleyfishafa. Gestirinir kynntu mál sitt og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 251. mál - lax- og silungsveiði Kl. 09:55
Á fund nefndarinnar mætti Arnór Snæbjörnsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Hann kynnti mál sitt og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Úttekt á strandveiðum Kl. 10:44
Nefndin samþykkti að senda erindi til Byggðastofnunar þar sem óskað var eftir úttekt á reynslu af síðustu tveggja strandveiðitímabila. Allir viðstaddir samþykktu.

5) Önnur mál Kl. 10:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:50