27. fundur
atvinnuveganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 10. desember 2019 kl. 09:00


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:03
María Hjálmarsdóttir (MH), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:18
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00
Þorgrímur Sigmundsson (ÞorgS) fyrir Ólaf Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00

Nefndarritari: Birgitta Kristjánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) 433. mál - búvörulög Kl. 09:00
Nefndarmenn, að Jóni Þór Ólafssyni undanskildum, samþykktu að afgreiða málið úr nefnd.
Undir nefndarálit skrifa Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Sigurður Páll Jónsson og Þorgrímur Sigmundsson.

3) 382. mál - búvörulög og tollalög Kl. 09:21
Nefndarmenn samþykktu að afgreiða málið úr nefnd, að undanskildum Jóni Þór Ólafssyni sem sat hjá.
Undir nefndarálit skrifuðu Lilja Rafney Magnúsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Njáll Trausti Friðbertsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir.

4) Samkeppnisstaða innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB: Samfélagsleg og efnahagsleg áhrif á Íslandi vegna útflutnings á óunnum fiski í gámum Kl. 09:45
Nefndin samþykkti að afgreiða erindið.

5) Önnur mál Kl. 10:00
Nefndin samþykkti að senda eftirlitsaðilum í sjávarútvegi spurningar og að kalla þá á fund nefndarinnar í janúar nk.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:10