35. fundur
atvinnuveganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 4. febrúar 2020 kl. 09:05


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:05
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 09:05
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:05
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:05
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:05
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:05
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:15
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:05

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Jón Þór Ólafsson voru á fjarfundi.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir vék af fundi kl. 10:15 og tók Kolbeinn Óttarsson Proppé sæti í hennar stað kl. 11:15.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerðir 29. fundar, 30.fundar og 32. til 34. fundar voru samþykktar.

2) 386. mál - leiga skráningarskyldra ökutækja Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mætti Þórarinn Örn Þrándarson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Fjallaði hann um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Tækifæri til grænmetisframleiðslu á íslandi Kl. 09:30
09:30 Á fund nefdnarinnar mættu Katrín María Andrésdóttir og Gunnar Þorgeirsson frá Sambandi garðyrkjubænda. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

10:40 Á fund nefndarinnar mættu Breki Karlsson frá Neytendasamtökunum og Sigurður Markússon. Fjölluðu þeir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 386. mál - leiga skráningarskyldra ökutækja Kl. 11:10
Tillaga um að afgreiða málið til 2. umræðu var samþykkt með atkvæðum allra viðstaddra.

Undir nefndarálit meiri hluta rita Lilja Rafney Magnúsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Ásmundur Friðriksson, Halla Signý Kristjánsdóttir og Kolbeinn Óttarsson Proppé.

5) 71. mál - Fiskistofa Kl. 11:15
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti.

6) 78. mál - kjötrækt Kl. 11:15
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti.

7) 284. mál - úttekt á vinnslu kolefnishlutlauss eldsneytis Kl. 11:15
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti.

8) Önnur mál Kl. 11:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:20