42. fundur
atvinnuveganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, fimmtudaginn 5. mars 2020 kl. 10:00


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 10:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 10:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 10:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 10:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 10:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 10:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 10:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 10:00

Rósa Björk Brynjólfsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Frestað.

2) 121. mál - mótun klasastefnu Kl. 10:00
Tillaga um að afgreiða málið til síðari umræðu var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Allir viðstaddir nefndarmenn standa saman að nefndaráliti með breytingartillögu.

3) 608. mál - innflutningur dýra Kl. 10:08
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Lilja Rafney Magnúsdóttir verði framsögumaður málsins.

4) Önnur mál Kl. 10:08
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15