44. fundur
atvinnuveganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 10. mars 2020 kl. 09:00


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:10
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) Áhrif kórónaveirunnar COVID-19 á ferðaþjónustu Kl. 09:00
09:00 Á fund nefndarinnar mættu Dagný Hulda Jóhannsdóttir frá Markaðsstofu Suðurlands og Þuríður Halldóra Aradóttir frá Markaðsstofu Reykjaness. Auk þeirra var Hjalti Páll Þórarinsson frá Markaðsstofu Norðurlands á símafundi. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

09:50 Á fund nefndarinnar mætti Skarphéðinn Berg Steinarsson frá Ferðamálastofu. Fjallaði hann um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 10:40
Jón Þór Ólafsson óskaði eftir að bókuð yrði beiðni hans um að atvinnuvegaráðuneytið kæmi á fund nefndarinnar til þess að fjalla um eftirlit með því yfirráði lögaðila, einstaklinga eða annarra aðila yfir fiskveiðiauðlindinni sé fullnægjandi. Undir beiðnina tóku Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Rósa Björk Brynjólfsdóttir.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:40