45. fundur
atvinnuveganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 11. mars 2020 kl. 15:13


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 15:13
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 15:13
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 15:13
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 15:13
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 15:13
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 15:13
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 15:13
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 15:13

Ásmundur Friðriksson boðaði forföll vegna veikinda.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:13
Fundargerð 43. fundar var samþykkt.

2) 596. mál - endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi Kl. 15:13
15:13 Á fund nefndarinnar mættu Anna Lilja Oddsdóttir og Jón Ásgeir H. Þorvaldsson frá Orkustofnun. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

15:25 Á fund nefndarinnar mættu Lárus M.K. Ólafsson frá Samtökum iðnaðarins, Benedikt S. Benediktsson frá Samtökum verslunar og þjónustu og Stefán Karl Segatta frá Olíuverslun Íslands. Fjölluðu þeir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

15:52 Á fund nefndarinnar mættu Benedikt Stefánsson og Ingólfur Guðmundsson frá Carbon Recycling International ehf. Fjölluðu þeir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 608. mál - innflutningur dýra Kl. 16:20
Á fund nefndarinnar mætti Hrund Hólm frá Matvælastofnun. Fjallaði hún um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 16:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:45