49. fundur
atvinnuveganefndar á 150. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 21. apríl 2020 kl. 09:00


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Inga Sæland (IngS), kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárliðnum var frestað.

2) 608. mál - innflutningur dýra Kl. 09:00
Á fundinn nefndarinnar mættu Guðmundur Jóhann Árnason frá Skattinum, Herdís Hallmarsdóttir frá Hundaræktarfélagi íslands og Guðfinna Kristinsdóttir og Hallgerður Hauksdóttir frá Dýraverndarsambandi Íslands.

Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 639. mál - Orkusjóður Kl. 09:40
Á fund nefndarinnar mætti Ingvi Már Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti,kynnti málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Greining KPMG um áhrif COVID-19 á ferðaþjónustuna Kl. 10:10
Á fund nefndarinnar mættu Benedikt K. Magnússon frá KPMG ehf. og Skarphéðinn Berg Steinarsson og Sólrún Anna Jónsdóttir frá Ferðamálastofu.

Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 596. mál - endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi Kl. 10:40
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni.

6) Önnur mál Kl. 10:45
Rætt var um störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00