56. fundur
atvinnuveganefndar á 150. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 7. maí 2020 kl. 09:00


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Inga Sæland (IngS), kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:15
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:15

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 55. fundar er samþykkt.

2) 608. mál - innflutningur dýra Kl. 09:00
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti og breytingartillögu meirihluta standa Lilja Rafney Magnúdóttir, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Njáll Trausti Friðbertsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir sem og Ólafur Ísleifsson og Sigurður Páll Jónsson en þeir rituðu undir með fyrirvara.

3) Veiðar á grásleppu Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Halldór G. Ólafsson frá Sjávarlíftæknisetrinu BioPol ehf. og Bjarna Halldórsson fiskifræðing. Þeir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum fundarmanna.

4) 639. mál - Orkusjóður Kl. 09:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jakob Björnsson frá Orkusjóði, Trausta Baldursson frá Náttúrufræðistofnun Íslands og Lárus M.K. Ólafsson frá Samtökum iðnaðarins. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum fundarmanna.

5) Önnur mál Kl. 10:10
Nefndin samþykkti að Ásmundur Friðriksson yrði framsögumaður í 712., 713. og 714. máli.

Nefndin ræddi störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:18