57. fundur
atvinnuveganefndar á 150. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn föstudaginn 8. maí 2020 kl. 15:15


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 15:15
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 15:15
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 15:15
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 15:15
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 15:15
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 15:15
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 15:15
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 15:15

Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:15
Dagskrárlið frestað.

2) 640. mál - vörumerki Kl. 15:15
Á fund nefndarinnar mættu Ásdís Magnúsdóttir og Einar Karl Friðriksson frá Árnason Faktor ehf. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ákvað að Halla Signý Kristjánsdóttir yrði framsögumaður málsins.

3) Veiðar á grásleppu Kl. 15:50
Nefndin ræddi málið.

4) Áhrif kórónuveirunnar COVID-19 Kl. 16:05
Nefndin ræddi málið og fékk á sinn fund (kl. 16:00) Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, (kl. 16:50) Pétur Blöndal frá Samáli og (kl. 17:00) Skarphéðinn Berg Steinarsson frá Ferðamálastofu.

5) Önnur mál Kl. 17:30
Nefndin ræddi störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:50