58. fundur
atvinnuveganefndar á 150. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 14. maí 2020 kl. 09:00


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:00
María Hjálmarsdóttir (MH) fyrir AFE, kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:15
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) 640. mál - vörumerki Kl. 09:00
Nefndin ræddi málið.

3) 639. mál - Orkusjóður Kl. 09:07
Nefndin ræddi málið.

4) 608. mál - innflutningur dýra Kl. 09:15
Á fund nefndarinnar mættu Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir og Þorvaldur H. Þórðarson frá Matvælastofnun. Gestirnir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum fundarmanna.

5) 712. mál - Framkvæmdasjóður ferðamannastaða Kl. 09:55
Á fund nefndarinnar mættu Guðrún Dóra Brynjólfsdóttur frá Ferðamálastofu, Baldur Sigmundsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar, Valgerður Rún Benediktsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Stefán Vilbergsson frá Öryrkjabandalagi Íslands og Bergur Þorri Benjamínsson frá Sjálfsbjörgu, landssambandi hreyfihamlaðra. Gestirnir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Áhrif kórónuveirunnar COVID-19 á ferðaþjónustu Kl. 10:45
Á fund nefndarinnar mættu Díana Jóhannsdóttir og Sigríður Ó. Kristjánsdóttir frá Vestfjarðastofu, Arnheiður Jóhannsdóttir frá Markaðsstofu Norðurlands, Dagný Hulda Jóhannesdóttir frá Markaðsstofu Suðurlands, Þuríður Halldóra Aradóttir frá Markaðsstofu Reykjaness , Margrét Björk Björnsdóttir frá Markaðsstofu Vesturlands og Jóna Árný Þórðardóttir frá Austurbrú. Gestirnir gerðu grein fyrir stöðu málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) Önnur mál Kl. 11:40
Nefndin ræddi störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00