64. fundur
atvinnuveganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 2. júní 2020 kl. 09:05


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:05
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 09:05
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:05
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:05
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:35
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:05
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:05
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:05
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:05

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir stýrði fundi, en formaður
Lilja Rafney Magnúsdóttir tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

Halla Signý Kristjánsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Sigurður Páll Jónsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tóku einnig þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

Jón Þór Ólafsson vék af fundi kl. 10:45 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Dagskrárlið frestað.

2) 714. mál - breyting á ýmsum lögum á sviði landbúnaðar og matvæla vegna einföldunar regluverks og stjórnsýslu Kl. 09:05
Nefndin ræddi við Unnstein Snorra Snorrason frá Landssamtökum sauðfjárbænda í gegnum fjarfundabúnað og Sigurð Sigurðarson dýralækni og fyrrverandi formann Landsmarkanefndar í gegnum síma. Þeir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 713. mál - breyting á ýmsum lögum á sviði sjávarútvegs, fiskeldis, lax- og silungsveiði vegna einföldunar regluverks og stjórnsýslu Kl. 09:40
Nefndin ræddi við Sigurð Guðjónsson og Guðmund Þórðarson frá Hafrannsóknastofnun - rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna í gegnum fjarfundabúnað. Þeir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 839. mál - ferðagjöf Kl. 10:15
Nefndin ræddi við Aðalstein Óskarsson og Sigríði Kristjánsdóttur frá Vestfjarðastofu og Valgerði Rún Benediktsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í gegnum fjarfundabúnað. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 639. mál - Orkusjóður Kl. 10:22
Nefndin ræddi málið.

6) 608. mál - innflutningur dýra Kl. 10:25
Framsögumaður Lilja Rafney Magnúsdóttir lagði fram drög að nefndaráliti með breytingartillögu. Nefndin ræddi málið.

7) Önnur mál Kl. 10:30
Nefndin ræddi starfið framundan.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir óskaði eftir m.a. með vísan til þess að gert er ráð fyrir að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð um áramót, að á dagskrá nefndarinnar væri gert ráð fyrir kynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti þar sem farið væri yfir þær aðgerðir í nýsköpun er tengjast COVID-19 aðgerðum, þ.e. hve miklum fjármunum hefur verið ráðstafað og er gert fyrir að ráðstafa til slíkra verkefna, á hvaða grundvelli og hvernig fer með eftirlit. Nefndarmenn tóku undir þá beiðni.

Fundi slitið kl. 10:50