78. fundur
atvinnuveganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, laugardaginn 20. júní 2020 kl. 10:03


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 10:03
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 10:03
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 10:03
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 10:03
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 10:03
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 10:03
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 10:03
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 10:12
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 10:03
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 10:03

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð


2) 251. mál - lax- og silungsveiði Kl. 10:03
Á fund nefndarinnar mættu Víðir Smári Petersen, lögmaður og Þórður Bogason, lögmaður. Þeir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 713. mál - breyting á ýmsum lögum á sviði sjávarútvegs, fiskeldis, lax- og silungsveiði vegna einföldunar regluverks og stjórnsýslu Kl. 10:50
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum, að Jóni Þóri Ólafssyni frátöldum sem sat hjá.

Að nefndaráliti og breytingartillögu meirihluta standa Lilja Rafney Magnúdóttir, Ásmundur Friðriksson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Ólafur Ísleifsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Sigurður Páll Jónsson.

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar undir álitið skv. heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

Jón Þór Ólafsson boðaði að lagt yrði fram álit minni hluta með breytingartillögu.

4) Önnur mál Kl. 11:00
Nefndin samþykkti að formaður gæti boðað til aukafundar á mánudag.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00