55. fundur
atvinnuveganefndar á 150. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 5. maí 2020 kl. 09:00


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00

Þorgerður K. Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 9:50

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 45.-54. fundar voru samþykktar.

2) Veiðar á grásleppu Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Jóhann Guðmundsson, Guðmundur Jóhannesson, Þorsteinn Sigurðsson og Svava Pétursdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunaráðuneyti, Örn Pálsson og Axel Helgason frá Landssambandi smábátaeigenda, Sigurður Guðjónsson og Guðmundur J. Óskarsson frá Hafrannsóknastofnun og Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri í Stykkishólmi.

Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Jón Þór Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Óska allra upplýsinga frá Hafró og ANR um ákvarðanir um heildarafla grásleppuveiða og upplýsingagjöf um þær til þeirra sem sinna veiðnum, í ljósi áhrifa á sjálfbærni og arðbærni veiðanna.

3) 712. mál - Framkvæmdasjóður ferðamannastaða Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar komu Sigrún Brynja Einarsdóttir og Heimir Skarphéðinsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Ákveðið var að senda málið til umsagnar með 2 vikna umsagnarfresti.

4) 640. mál - vörumerki Kl. 10:45
Á fund nefndarinnar komu Daði Ólafsson og Brynhildur Pálmarsdóttir.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 596. mál - endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi Kl. 11:00
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið.
Að nefndaráliti standa: Lilja Rafney Magnúsdóttir form., Rósa Björk Brynjólfsdóttir frsm, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Ásmundur Friðriksson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Jón Þór Ólafsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Ólafur Ísleifsson og Sigurður Páll Jónsson.

6) 713. mál - breyting á ýmsum lögum á sviði sjávarútvegs, fiskeldis, lax- og silungsveiði vegna einföldunar regluverks og stjórnsýslu Kl. 11:10
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 6 og 7.

Á fund nefndarinnar komu Jóhann Guðmundsson, Guðmundur Jóhannesson, Svava Pétursdóttir, Ása Þórhildur Þórðardóttir og Linda Fanney Valgeirsdóttir.

Gestirnir kynntu málin og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Ákveðið var að senda málið til umsagnar með 2 vikna umsagnarfresti.

7) 714. mál - breyting á ýmsum lögum á sviði landbúnaðar og matvæla vegna einföldunar regluverks og stjórnsýslu Kl. 11:10
Sjá athugasemd við 6. dagskrárlið.

Ákveðið var að senda málið til umsagnar með 2 vikna umsagnarfresti.

8) Önnur mál Kl. 11:30
Rætt var um störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:35